Þjónusta

Um okkur

KVIS var stofnað í byrjun árs 2015 og sér­­hæfir sig í almanna­­tengslum. Við­skipta­­vinir þess eru ýmis fyrir­­tæki, félaga­­samtök og einstak­­lingar.

KVIS leggur mikið upp úr því að vera í jákvæðum og traustum sam­­skiptum við við­­skipta­­vini sína. Við vitum að það er eina leiðin til að byggja upp sterkt sam­­band, sem er grund­­völlur góðrar sam­­vinnu og útkomu úr hverju og einu verk­­efni.

Okkur er annt um orð­­spor við­s­kipta­­vina okkar og höfum það að dag­­legu mark­­miði að halda því jákvæðu og traustu.

Hafðu samband til að taka með okkur næstu skref.

Hödd Vilhjálmsdóttir

Hödd Vilhjálmsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri KVIS en hún er með meistara­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem almannatengill og ráðgjafi á sviði fjölmiðla og lögfræði hjá fyrirtækinu. Fyrir stofnun Kvis vann Hödd á fjöl­miðlum, fyrst sem frétta­maður á Morgun­blaðinu og síðar á 365 miðlum, en þar var hún frétta­maður og dag­skrár­gerðarmaður í Íslandi í dag.

Áður en Hödd rataði í fjöl­miðla­bransann var hún fram­kvæmda­stjóri Sambands ungra Sjálf­stæðis­manna og þar áður vann hún hjá Vodafone, meðal annars á fyrir­tækja­sviði.

Maríjon Ósk Nóadóttir

Maríjon Ósk Nóadóttir er lögfræði- og fjölmiðlaráðgjafi hjá Kvis. Hún er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið miniMBA, Leiðtoginn og stafræn umbreyting, hjá Akademias. Áður en Maríjon hóf störf hjá Kvis starfaði hún í sex ár sem lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun við úrlausn ágreiningsmála og almenna ráðgjöf á fjarskiptasviði.

Maríjon hefur einnig starfað sem fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu og þar áður hjá fjarskiptafélaginu Vodafone.

Hafðu samband

Hödd Vilhjálmsdóttir